FYRIRTÆKIÐ

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf var stofnað fyrir slysni af þeim Gunnlaugi Úlfari Gunnlaugssyni og Rúnari Helgasyni í byrjun árs 2002, þá með einn mann í vinnu.

Jafnt og þétt í gegnum árin höfum við stækkað í samræmi við okkar stærstu kúnna og vorum við stærstir í kringum 2018, þá 25 manns í vinnu. Árið 2019 urðu breytingar á eignarhaldi Lagnaþjónustu Suðurnesja ehf eftir snöggt fráfall Gunnlaugs Úlfars síðla árs, þá keypti Rúnar Helgason meirihluta í fyrirtækinu og kom svo sonur Gunnlaugs Úlfars, Þorfinnur Gunnlaugsson, inn í fyrirtækið með 20% hlut. Í dag erum  við 16 að vinna hjá fyrirtækinu þar af 3 Meistarar, 4 sveinar, 2 lærlingar og 5 verkamenn og  erum við að vinna við allt sem tengist lögnum, allt frá stórum götulögnum, nýlögnum, endurlögnum, sprinkler og alveg niður í að skipta um pakkningar.

Í gegnum tíðina höfum við haft það fyrir mottó að ekkert er of stórt eða of lítið fyrir okkur bara að við reddum því! Í gegnum árin höfum við stílað meira á viðhaldsmarkaðinn og má eiginlega segja að hann sé 65% af okkar rekstri og þá erum við aðallega að vinna fyrir stærri fyrirtæki og stofnarnir.

 

Meðal þeirra sem við höfum verið að þjónusta

FYRIRTÆKIÐ

Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf var stofnað fyrir slysni af þeim Gunnlaugi Úlfari Gunnlaugssyni og Rúnari Helgasyni í byrjun árs 2002, þá með einn mann í vinnu.

Jafnt og þétt í gegnum árin höfum við stækkað í samræmi við okkar stærstu kúnna og vorum við stærstir í kringum 2018, þá 25 manns í vinnu. Árið 2019 urðu breytingar á eignarhaldi Lagnaþjónustu Suðurnesja ehf eftir snöggt fráfall Gunnlaugs Úlfars síðla árs, þá keypti Rúnar Helgason meirihluta í fyrirtækinu og kom svo sonur Gunnlaugs Úlfars, Þorfinnur Gunnlaugsson, inn í fyrirtækið með 20% hlut. Í dag erum  við 16 að vinna hjá fyrirtækinu þar af 3 Meistarar, 4 sveinar, 2 lærlingar og 5 verkamenn og  erum við að vinna við allt sem tengist lögnum, allt frá stórum götulögnum, nýlögnum, endurlögnum, sprinkler og alveg niður í að skipta um pakkningar.

Í gegnum tíðina höfum við haft það fyrir mottó að ekkert er of stórt eða of lítið fyrir okkur bara að við reddum því! Í gegnum árin höfum við stílað meira á viðhaldsmarkaðinn og má eiginlega segja að hann sé 65% af okkar rekstri og þá erum við aðallega að vinna fyrir stærri fyrirtæki og stofnarnir.

 

Meðal þeirra sem við höfum verið að þjónusta